Það var svo sannarlega líf og fjör í Bergi síðastliðinn laugardag og fjölmargir sem lögðu leið sína þangað. Húsið opnaði kl. 11:00 en formleg dagskrá var í húsinu frá kl. 13:00-18:00. Jólamarkaðurinn okkar sló svo sannarlega í gegn en þar voru 11 handverkskonur úr sveitarfélaginu mættar með sitt handverk til sýnis og sölu. Tónlistarskólinn var með jólatónleika sýna kl. 13:00, 14:00 og 15:00 og margir ungir og upprennandi tónlistarmenn sem stigu á stokk í sal menningarhússins og létu ljós sitt skína. Kl. 17:00 voru síðan tónleikar þar sem leikið var á þverflautu og hörpu. Kaffihúsið okkar var að sjálfsögðu opið.
Þessi dagur var í alla staði vel heppnaður og gaman að sjá hvernig svona fjölbreyttar uppákomur eins og markaður og tónlist ná í sameiningu að skapa viðlíka stemmningu eins og varð á laugardaginn.
Það verður því spennandi að sjá hvernig næsti laugardagur verður en þá verður einnig markaður og tónlistaruppákomur frá Tónlistarskólanum. Að sjálfsögðu verður kaffihúsið einnig opið og um að gera að koma við, sjá fallegt handverk, hlusta á ungt tónlistarfólk og fá sér kaffi og meðlæti.
Fleiri myndir frá þessum degi má finna með því að smella hér.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir