Tónlistarmenn sem starfa við tónlistarkennslu í Tónlistarskóla Dalvíkur og söngvarar úr byggðarlaginu ætla að halda jólatónleika í Bergi menningarhúsi föstudagskvöldið 16.desember næstkomandi.
Á tónleikunum koma fram Ármann Einarsson, Halldór G. Hauksson, Kaldo Kiis, Margot Kiis, Páll Barna Szsabo, Zsuszanna Bitay, Þorvaldur E. Kristjánsson, Kristjana Arngrímsdóttir, Kristján Hjartarson, Myriam Dalstein og Ingimar Guðmundsson.
Megin tilgangur tónleikanna er að efla menningarlíf á svæðinu og draga fram þá kunnáttu sem býr í því fólki sem sveitarfélagið byggir.
Á efnisskrá verður fjölbreytt lagaval, allt frá klassík til rokks.
Forsala miða er í Bergi menningarhúsi. Miðaverð er 2.000.-
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir