Jóhann Svarfdælingur - málþing og tónleikar

Jóhann Svarfdælingur - málþing og tónleikar

Málþing og leikin söngdagskrá í Bergi 4. maí 2013.

Málþingið um Jóhann Svardæling sem átti að vera 9. febrúar sl. verður nú haldið um komandi helgi. Byggðasafnið Hvoll stendur fyrir málþingi um Jóhann Kr. Pétursson sem hefði orðið 100 ára þann dag. Fram koma ýmsir fyrirlesarar sem fjalla um þennan óvenjulega mann frá ýmsum hliðum. Dagskráin verður sem hér segir:

13:00     Íris Ólöf Sigurjónsdóttir safnstjóri kynnir málþingið og segir í stuttu máli frá áherslum safnsins

 í Jóhannsstofu

13:10    Guðný S. Ólafsdóttir meistaranemi í upplýsingatækni sýnir fræðslumynd um Jóhann Svarfdæling

13:20    Jón Hjaltason sagnfræðingur - Draumalíf eða skuggalíf

13:40    Finnbogi Karlsson sérfræðilæknir - Ofvöxtur og æsavöxtur

14:00 - 14:30    Hlé

14:30    Óskar Þór Halldórsson fjölmiðlamaður - Á slóð Jóhanns í Flórída

14:50    Hermína Gunnþórsdóttir lektor í menntunarfræðum í HA - Viðbrögð samfélags við "hinum"

15:30    Íris Ólöf flytur ljós eftir Jóhann og slítur málþinginu

            Gengið út í Hvol og stofur Jóhanns skoðaðar

 

17:00   Of stór!
            Dagskrá í Bergi í tali, tónum og leiknum atriðum um ævi og störf Jóhanns Kr. Péturssonar Svarfdælings
            Flytjandi:  Samkór Svarfdæla
            Stjórnandi og höfundur:   Ívar Helgason

            Aðgangseyrir kr. 2.000

 

Athugasemdir