Íbúafundur í Bergi mánudaginn 2. júlí

Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur ákveðið að efna til íbúafundar vegna undirskriftarlista sem bæjarstjórn barst vegna framkvæmda í landi Upsa og kröfu til vara um almenna kosningu um þær. Fundurinn verður haldinn í Bergi menningarhúsi, mánudaginn 2. júlí kl. 17:00.

Tilgangur fundarins er, eins og fram kemur í bókun bæjarráðs „að gagnlegt væri að halda íbúafund þar sem reynt yrði að átta sig á því hvernig vilji ibúanna yrði best kallaður fram“. Allir þeir sem áhuga hafa á málefninu eru hvattir til að mæta.

Athugasemdir