Þann 17. júní næstkomandi opnar í Bergi menningarhúsi kl. 14:00 sýningin Gleðigjafar, hefðarkonur og merkismenn. Sýningin samanstendur af myndum sem Sigríður Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð hafa unnið að á liðnum árum og sýna á glaðværan hátt framsækið og virðulegt fólk. Fortíðarhyggja og framtíðarsýn er myndeni margra verka þeirra með litadýrð og lífsgleði að leiðarsljósi. Jafnframt er hin þögla ímynd og dulúð mannsins ráðandi myndefni í myndvefnaði þeirra. Hvert verk talar til áhorfandans á sinn hátt og vekur spurningar.
Sigríður og Leifur hafa unnið saman að myndvefnaði og kirkjutextíl frá árinu 1974. Þau hafa ferðast víða, skoðað kirkjusöfn, myndlistasýningar og kirkjur.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir