Fyrirtækjaþing í Bergi - umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu

Atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar boðar til fyrirtækjaþings fimmtudaginn 10. febrúar kl. 16.15 í Bergi. 

Efni fundarins er umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í viðræðunum, skýrir ferlið og svarar fyrirspurnum ásamt fleiri sérfræðingum sem mæta á fundinn.

Hvaða máli getur aðild að ESB skipt fyrir Dalvíkurbyggð? Hvað kynni að breytast í umhverfi atvinnulífsins? Hvar liggur áherslan?

Fyrirtækjaþingið er öllum opið og eru áhugasamir hvattir til að nota þetta tækifæri til að kynna sér þetta mikilvæga mál. Þetta er líka tækifæri til að koma viðhorfum og áhyggjum á framfæri.

Athugasemdir