Fyrirtækjaþing í Bergi á Dalvík

Vantar þig húsnæði? Þarftu að stækka við þig? Hvað kostar að byggja? Hvernig er útlitið?

Atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar efnir til Fyrirtækjaþings í Bergi á Dalvík 27. okt. 2011 kl. 16.15.

Efni þingsins er húsbyggingar og möguleikar í dag.
Við leitum m.a. svara við spurningum um kostnað og stefnu stjórnvalda.

1. Þingið sett: Sveinn Torfason, formaður atvinnumálanefndar
2. Inngangur. Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð
3. Hvað þarf til að koma íbúðabyggingum í gang. Hver er byggingarkostnaður? Friðrik Ágúst Ólafsson, Samtökum iðnaðarins
4. Hver er stefna sjórnvalda, hvers er að vænta? Ingi Valur Jóhannsson, sérfræðingur Velferðarráðuneyti.
5. Pallborð með þáttöku Friðriks og Inga Vals auk Þorsteins Björnssonar byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar og Loga Más Einarssonar arkitekts á Akureyri.

Þingið er öllum opið og eru allir áhugaaðilar um húsbyggingar og húsnæðismál boðnir velkomnir. 

Athugasemdir