Frábær föstudagur í Bergi

Á morgun, föstudaginn 4. febrúar, verður heilmargt um að vera í Bergi. Dagskráin hefst strax kl. 10 um morguninn en þá munu leikskólabörn úr sveitarfélaginu halda upp á Dag leikskólans með söng og gleði.

Bókaupplestur fyrir börn hefst síðan klukkan 16:00 og er um nýjan dag og tímasetningu að ræða á þessum skemmtilegu stundum. Að þessu sinni verður lesefnið fyrir áhugasöm börn úr 1. og 2. bekk grunnskóla, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Sögustundin í mars verður helguð 4 og 5 ára börnum frá Kátakoti og Leikbæ. Til stendur að búa til bókaorm sem hlykkjar sig um bókasafnið og verður vonandi orðin ógnarlangur í vor. Eftir því sem fleiri koma því lengri verður ormurinn. Sjáumst öll á sögustund í bókasafninu.

Dagurinn endar svo á frábæru dömukvöldi á Kaffihúsinu en þema kvöldsins er andleg og líkamleg vellíðan með óvæntum uppákomum. Frír fordrykkur og frítt inn. Allar konur á öllum aldri velkomnar.


Athugasemdir