Djass í Berginu

Afar sérstakir djasstónleikar verða haldnir í menningahúsinu Bergi á Dalvík laugardaginn 31. október og hefjast kl. 16.00.
Þar mun Gunnar Hrafnsson taka kontrabassann til kostanna undir töfrandi söngrödd Margotar Kiis. Dúóið kom fram á opnunarhátíð menningahússins Bergs og má með sanni segja að þau hafi heillaði gesti með frumlegum tónlistarflutningi.

Á efnisskránni eru þekktir Djass-standardar eftir G. Gershwin, G. Shearing, D. Ellington, A. Jobim, L. Bonfa , H. Mancini og C. Parker.

Einnig lög úr söngleikjunum The Phantom of the Opera og West Side Story og dægurlög eftir Van Morrison, Sting, Lennon & McCartney. Að auki er á dagskránni íslensk lög eftir Jón Múla og Gunnar Þórðarson

Þetta laugardagssíðdegi gefur fyrirheit um einstaka tónlistaupplifun.

Aðgangseyrir 1000 kr. Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Athugasemdir