BERGMÁL - tónleikar í Dalvíkurkirkju 3. ágúst

BERGMÁL - tónleikar í Dalvíkurkirkju 3. ágúst

Í kvöld, þriðjudaginn 3. ágúst fara þriðju tónleikar tónlistarhátíðarinnar BERGMÁL fram í Dalvíkurkirkju.

Tónleikar kvöldsins bera yfirskriftina  "Úr hjarta Evrópu" og hefjast kl. 20:00.

Efnisskrá tónleikanna má nálgast hér

Aðgangseyrir:
kr. 1.500 á einstaka tónleika. Ókeypis fyrir 16 ára og yngri.

Í forsvari fyrir hátíðina eru Kristján Karl Bragason píanóleikari og Dalvíkingur, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Grímur Helgason klarinettuleikari. Aðrir tónlistarmenn sem koma fram eru Björk Níelsdóttir sópran, Hugi Jónsson barýtón, Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðluleikari, Júlía Mogensen sellóleikari og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari. Auk þeirra verða sérstakir gestir á lokatónleikum hátíðarinnar, stórtenórarnir Bragi Bergþórsson og Eyjólfur Eyjólfsson.

Hátíðin samanstendur af fimm tónleikum með fjölbreyttri og veglegri dagskrá kammertónlistar og sönglaga.

Athugasemdir