Nú er tími fyrir ýmis vorverk í Árskógarskóla. Í vikunni hjálpuðust börnin að við að setja niður kartöflur. Einnig gróðursettu nemendur 1.-6. bekkjar 80 birkiplöntur á Brimnesborgum. Birkið fengum við frá Yrkjusjóði sem er sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Sjóðurinn úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna og allir grunnskólar landsins geta sótt. Í næstu viku munum við tína rusl við og í umhverfi Árskógarskóla.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is