Fimmtudaginn 28.maí frá 8-12 höldum við vorhátíð og hreinsum umhverfi skólans.
• Við ætlum að byrja daginn á því að hreinsa rusl umhverfis skólann og stinga upp matjurtagarðinn okkar.
• Leika okkur saman úti (reiknum með stórkostlegu veðri), spila kubb, fótbolta, leika með fallhlíf, kríta, hjólaþrautir og fleira.
• Nemendur mega sem sagt koma með hjól/hjólabretti/línuskauta ofl. þess háttar þennan dag en algjört skilyrði er að mæta þá einnig með hjálm og þar til gerðar hlífar.
• Allir nemendur fá grillaðar pylsur í hádeginu.
Þennan dag er skólinn, eins og alltaf, opinn öllum velunnurum sem vilja taka þátt og gleðjast með okkur í vorgleði
Vorkveðja frá nemendum og starfsfólki Árskógarskóla
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is