Vorhátíð og Grænfánaflöggun Árskógarskóla 28. maí 2014
Miðvikudaginn 28. maí ætlum við að halda vorhátíð Árskógarskóla.
Við byrjum á kakói og kexi fyrir alla úti í garði kl. 09:30.
Kl. 10:00 afhendir fulltrúi frá Landvernd nemendum Grænfánann til endurflöggunar sem merki um gott starf að umhverfismálum. Fram til 13:30 verður ýmislegt í boði en þar má nefna:
• Hjólabraut (löggan kemur í heimsókn)
• Sápukúlur og fatasund (fyrir grunnskólastig) eftir hádegi þeir sem vilja (taka aukaföt í sund)
• Kubb, stóra fallhlífin, hárgreiðsla, andlitsmálning og margt fleira
• Grillaðar pylsur og djús handa nemendum í hádeginu
• Sól í boði og kaffi handa fullorðnum
Nemendur mega sem sagt koma með alls konar hjól, hjólabretti, línuskauta og þess háttar þennan dag en algjört skilyrði er að mæta þá einnig með hjálm og þar til gerðar hlífar.
Þennan dag er skólinn sérstaklega opinn öllum sem vilja taka þátt og gleðjast með okkur í vorgleði, kíkja í skólann, skoða nýja matjurtagarðinn og góna á Grænfánann nýja
Allir velkomnir, það verður gaman saman!
Vorkveðja frá nemendum og starfsfólki Árskógarskóla
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is