Við erum alltaf stolt af nemendum okkar en í dag erum við sérstaklega stolt af nemendum á miðstigi. Í vetur höfum við lagt mikla áherslu á lestur og ritun á grunnskólastigi og fengum meðal annars Ævar vísindamann í heimsókn (sem heillaði alla upp úr skónum). Einnig tókum við þátt í lestrarátakinu sem hann stendur fyrir. Í gær kom í ljós að miðstig Árskógarskóla fékk viðurkenningu fyrir hlutfallslega mesta lestur á sínu skólastigi. Árskógarskóli fær það í verðlaun að vera skrifaður inn í síðustu bókina í Bernskubrekum Ævars vísindamanns, Óvænt endalok, sem kemur út í júní. Vel gert krakkar og til hamingju.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is