Fimmtudaginn 1. október eru viðtöl á grunnskólastigi þar sem hver nemandi með foreldrum fær úthlutaðan tíma með umsjónarkennurum. Hver nemandi fær 15 mínútur og er sá tími ætlaður til þess að fara yfir sjálfsmat nemenda og mat kennara. Nemendur mæta einungis í viðtal þennan dag. Á föstudaginn er svo starfsdagur og skólinn lokaður.
Hér að neðan er blað sem einnig fór heim með nemendum í dag og er sjálfsmat nemenda. Vinsamlegast setjist niður með barninu og aðstoðið það við að skyggja þann reit sem best lýsir frammistöðu þess sem af er skólaárs. Kennarar skólans gera álíka blað og svo verður farið yfir blöðin í viðtalinu og rætt um frammistöðuna. Því er mikilvægt að þið komið með sjálfsmatið í viðtalið.
Þann 6. nóvember, í lok haustannar, fer matsmappa heim þar sem nemendur fá umsögn vegna hverrar námsgreinar. Í kjölfarið hefst vetrarönn sem er til 10. febrúar og þá hefst vorönn, þetta má skoða á skóladagatali.
Sjálfsmat nemenda (einnig sent heim á pappír og í tölvupósti).
Sjáumst í skólanum.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is