Viðtalsdagur grunnskóla

Viðtalsdagur grunnskóla

Á mánudaginn 28. janúar er viðtalsdagur á grunnskólastigi. Undanfarna viku hafa nemendur, foreldrar og kennarar unnið að leiðsagnarmati í Mentor þar sem nám og líðan er metið. Í viðtali á mánudaginn er leiðsagnarmatið notað sem viðtalsrammi svo við getum byggt við það sem vel er gert og fundið lausnir á því sem þarf að laga. Leiðsagnarmat kennara verður opnað á fjölskylduvef í dag til að skoða. Í dag fara nemendur heim með matsmöppuna öðru sinni þar sem þeir hafa valið verkefni sem þeir eru stoltir og ánægðir með til að sýna heima. Foreldrar skoða möppuna og kvitta fyrir. Ef einhver er ekki viss á viðtalstíma sínum má finna hann hér. Viðtalsdagur 28. janúar.