Útivistardagur

Útivistardagur

Þann 16. september á Degi íslenskrar náttúru fóru leik- og grunnskólastig í gönguferðir. Kötlukot fór og skoðaði og lék sér í réttinni og 1.-7. bekkur gekk gömlu leiðina niður í Sandvíkurfjöru og lék sér þar. Auðvitað var nestið ekki langt undan sem er veigamikill þáttur í slíkum göngum og hún Svala Gígja sem er foreldri við skólann kom með heitt kakó og rjóma handa öllum, Kristrún sem býr á Hauganesi og hætti sem kennari hér í vor en er nú lestraramma, bauð öllum í 1.-7.b heim í garð til að borða nestið. Veðrið var gott fyrir útivist, súld og 7°C, allir vel klæddir. Fullt af myndum í myndasafni hér á heimasíðunni en hér eru nokkrar.