Útiskóli

Útiskóli

Við í Árskógarskóla erum mikið úti enda nærumhverfið tilvalið til þess að ná ýmsum markmiðum skólagöngunnar. Í dag voru nemendur 5.-7. bekkjar að vinna verkefni í náttúrufræði þar sem snjóhús að hætti eskimóa var byggt. Í þessari vinnu þurftu nemendur að vinna saman, vera nákvæmir, mæla, meðhöndla verkfæri og margt fleira. Nemendur eru að fást við áþreifanlega hluti, þeir fá tækifæri til að upplifa hluti og fyrirbæri (snjóhúsagerð) og kanna nánasta umhverfi. Eitt af markmiðunum er að nemendur geri sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana. Í þessu verkefni um lífríkið á landi er myndlist samþætt náttúrufræðinni þar sem t.d. ísbirnir og snjóhús eru sköpuð og til að toppa er myndunum lýst á okkar fallega tungumáli, íslensku, þannig að vinna sem þessi kemur við mörg markmið skólagöngunnar. Fjölbreytt nám, námsumhverfi og kennsluaðferðir er markmið okkar í Árskógarskóla. Hér má sjá nokkrar myndir frá snjóhúsagerðinni.