Upplestrarkeppni

Upplestrarkeppni

Föstudaginn 27. febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Árskógarskóla. Nemendur 7. bekkjar sem eru þrír, lásu sögubrot og ljóð og stóðu sig hreint út sagt frábærlega vel öll sem eitt. Dómnefndin tók sér tíma til að velja okkar fulltrúa sem les fyrir hönd skólans á lokahátíðinni í Tjarnarborg í Ólafsfirði fimmtudaginn 5. mars. Það er hún Hafrún Mist Guðmundsdóttir sem var valin og strákarnir tveir þeir Árni Björn Sigurbergsson og Draupnir Jarl Kristjánsson verða hennar varamenn. Á myndunum má sjá nemendur 7. bekkjar, Helgu umsjónarkennara og dómnefndina sem skipa þau Klemenz kennara í Dalvíkurskóla, Kristrúnu og Bjarna kennara í Árskógarskóla.