Upplestrarhátíð

Upplestrarhátíð

Í dag var upplestrarhátíð og forval fulltrúa Árskógarskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk sem haldin verður í Bergi á Dalvík 19. mars. Þessir frábæru upplesarar hafa æft sig í allan vetur en ræktunarhluti keppninnar hófst á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Helga Ester umsjónarkennari þeirra hefur leiðbeint þeim með líkamsstöðu, raddstyrk og notkun talfæra, framburð, blæbrigði og túlkun og fleira og óhætt að segja að þau hafi verið sjálfum sér og móðurmálinu til sóma í dag á þessari virðulegu og hátíðlegu stund sem við starfsfólk, nemendur og foreldrar áttum saman. Til hamingju kæru upplesarar þið stóðuð ykkur sérstaklega vel í dag og megið vera mjög stolt af sjálfum ykkur.

Frá vinstri: Kristinn Svanur Sigurðsson, Ragnar Freyr Jónasson, Sandra Ósk Sævarsdóttir, Smári Freyr Kristjánsson, Unnur Birta Sævarsdóttir, Helga Ester Snorradóttir umsjónarkennari.


Dómnefndin og upplesarar: Einar Þorsteinn Pálsson fulltrúi foreldra, Ásrún Ingvadóttir kennari í Dalvíkurskóla, Gerður Olofsson kennari í Árskógarskóla. Dómnefndin kom sér saman um að fulltrúi Árskógarskóla í lokakeppninni verði Unnur Birta Sævarsdóttir og varafulltrúi er Smári Freyr Kristjánsson. Við í skólanum óskum Unni Birtu til hamingju og stefnum ótrauð að frábærum árangri í Bergi.