Kötlukot hittist á fundi á föstudaginn og var rætt um sáttmála hvernig við viljum hafa hlutina á Kötlukoti enn einnig skýr mörg, það er hvað er alls ekki í boði.
Börnin ákváðu sjálf 3 reglur hvernig við viljum hafa hlutina í skólanum okkar. (gulur broskarl)
1. við erum góðir vinir. 2. við hjálpum hvert öðru. 3. Við tölum fallega
Þau ákváðu einnig skýru mörkin, hvað væri alls ekki í boði í skólanum okkar. (blár fýlukarl)
1. Ekki skilja útundan. 2. Ekki meiða. 3. Ekki skemma hluti eða eigur annarra.
Börnin tóku virkan þátt í þessari umræðu og fannst hún skemmtileg. Öll börn skrifuðu undir sáttmálan með því að setja handafarið sitt á blaðið og þeir sem gátu skrifuðu nafnið sitt inn í hendina. Með þetta verður unnið í vetur.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is