Umsjónarkennara vantar í 5.-7. bekk nýs skóla í Árskógi

Í ágúst hefur göngu sína nýr skóli með um fimmtíu börn á aldrinum níu mánaða til tólf ára (7. bekkur) .Okkur vantar umsjónarkennara í 5.-7. bekk með mikinn metnað. 

Sérstaða nýs skóla felst í samþættingu leiks og náms barna á leik- og grunnskólaaldri með samfellu að markmiði. Markmiðið er að börn leiki og læri saman í aldursblönduðum hópum í umhverfi sem er örvandi og skapandi og til þess fallið að hver og einn geti þroskast, lært og dafnað á eigin forsendum. Útivera, hreyfing og útinám í tengslum við nærsamfélagið verður ein af meginstoðum nýja skólans. Hann mun m.a. leggja áherslu á læsi í víðri merkingu og þematengd viðfangsefni með áherslu á sköpun, nám og leik sem stuðlar að sjálfstæði og frumkvæði. Skólinn mun starfa eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar og stefnir á Grænfána. Traust, samvinna og umhyggja eru lyklar að sterkri liðsheild. Við viljum verða skóli sem sífellt lærir og leikur.

Menntunarkröfur:

•Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
•Framhaldsmenntun er kostur.


Hæfniskröfur:

•Mikill áhugi á að taka þátt í mótun nýs skóla og leita nýrra leiða í skólastarfi.
•Hefur á valdi sínu fjölbreyttar kennsluaðferðir sem taka mið af mismunandi þörfum, áhuga og getu nemenda.
•Góð þekking á kennslu- og uppeldisfræði.
•Áhugi á kennslu og vinnu með börnum.
•Frumkvæði og samstarfsvilji. Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum.
•Góðir skipulagshæfileikar.
•Hæfni í mannlegum samskiptum.
•Gleði og umhyggja.
•Reglusemi og samviskusemi.

Umsóknarfrestur er til 16. maí.

Upplýsingar gefur Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri nýs skóla í Árskógi gunnthore@dalvikurbyggd.is sími 6991303. Senda skal umsókn ásamt menntun og starfsferilskrá á netfangið gunnthore@dalvikurbyggd.is

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð, um 40 km. norðan við Akureyri. Sveitarfélagið er framsækið og leggur metnað sinn í að veita íbúum góða þjónustu. Þar er blómlegt menningarlíf og fjölbreyttir möguleikar til íþróttaiðkunar og útivistar. Sveitarfélagið á metnaðarfulla skólastefnu. Að búa í Dalvíkurbyggð er kjörið fyrir fólk á öllum aldri, barnafjölskyldur, útivistarfólk og þá sem vilja njóta nálægðar við náttúruna. Það er ómetanlegt að geta stigið út úr erli hvunndagsins og dregið að sér kraft sjávarins og fjallanna og endurnært þannig sálina.