Umsjónarkennara vantar á grunnskólastigi

Vegna fjölgunar í nemendahópnum okkar ætlum við að bæta við okkur umsjónarkennara sem getur líka kennt verkgreinar (100% staða). Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Árskógarskóli er leik- og grunnskóli sem tók til starfa 1. ágúst 2012. Í skólanum eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með miðstigi grunnskóla. Hér starfar fjölbreyttur og samheldinn hópur í 7 stöðugildum. Skólinn vinnur með hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar, við erum Grænfánaskóli, vinnum í aldursblönduðum hópum þvert á skólastig og nýtum umhverfi skólans til leiks og náms. Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, í Árskógi, 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Grunnskólakennarapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfið
  • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

Upplýsingar gefur Jónína Garðarsdóttir skólastjóri í síma 460-4971, 899-4933. Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið jonina.gardars@dalvikurbyggd.is og verður móttaka umsókna staðfest.

 Umsóknarfrestur er til og með 11. september 2018