Töfraheimur stærðfræðinnar

Töfraheimur stærðfræðinnar

Þótt þróunarverkefninu Töfraheimur stærðfræðinnar sé formlega lokið verður ekki alveg látið staðar numið. Dóróþea verkefnisstjóri kannaði talna-og aðgerðaskilning nemenda í fyrsta bekk og vonast er til að það verði fastur liður ár hvert. Nú er í vinnslu aldurstengd viðmið um hvaða færni eðlilegt sé að leikskólanemendur búi yfir. Starfsfólk skólans hefur aðgang að ráðgjöf verkefnisstjóra eftir þörfum. Kynnið ykkur verkefnið hér á heimasíðunni, neðarlega til vinstri, þar er að finna ýmis spil sem styðja við talnaskilning.