Í Árskógarskóla gerum við sitthvað saman til að brjóta upp dagana og halda í gamlar hefðir. Við vorum með þorrablót á gæðastund þar sem við ræddum um þorramatinn, geymsluaðferðir matvæla og verkun fyrr og nú, hvaðan maturinn kemur, ræddum um gömlu og nýju mánaðarheitin og svo var smakkað á þorramat. Góð stund í skólanum á þorra.
Miðvikudaginn 24. febrúar var haldin forkeppni Stóru upplestrarhátíðarinnar þar sem nemendur 7. bekkjar lásu upp sögubrot og ljóð og sýndu okkur hinum hvað þau eru búin að leggja á sig og æfa sig við að vanda upplestur, framkomu og tileinka sér texta móðurmálsins með tilþrifum eins og sönnum listamönnum sæmir. Nemendurnir fimm sýndu okkur afar vandaðan og skemmtilegan upplestur sem þau mega sannarlega vera stolt af. Dómnefndin átti í erfiðleikum með að velja tvo fulltrúa sem keppa fyrir hönd skólans í Bergi 2. mars en svo fór að Aníta Rut og Jón Egill voru valin og hin þrjú eru til vara, Fjóla Rún, Björn Rúnar og Lárus Ingi. Dómnefndina skipuðu þau Gerður kennari á Kötlukoti, Anna Lauga fulltrúi foreldra og Klemenz kennari í Dalvíkurskóla. Kennarar nemendanna eru þær Helga og Heike. Sem sagt, uppbyggilegt, fræðandi, faglegt og skemmtilegt starf í gangi í skólanum okkar.
Þorramatur á þorra, súr sem ósúr, kæstur og ferskur!
Krakkarnir velja sér vandlega bita, í tilraunglasinu er mysa og kjötstykki.
Hákarl sem er sívinsæll meðal nemenda!
Allir saman, leik- og grunnskólastig.
Batman og konungur mættu á þorrablótið enda þorramatur fyrir alla!
Kötlukotsstelpur ánægðar með bitana sína.
Aníta Rut og Jón Egill lesa upp fyrir hönd skólans 2. mars í Stóru upplestrarkeppninni.
Skólastjórinn segir nokkur orð áður en nemendur lásu upp, að sjálfsögðu vandaði hann mál sitt og flutning.
Nemendur 7. bekkjar, kennarar og dómnefnd að lokinni hátíð.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is