Í síðustu viku unnu nemendur skólans ýmis verkefni tengd heimabyggð. Vikan hófst á göngudegi þar sem stórir og smáir gengu saman við rætur Kötlufjalls þar sem við lentum í mokhríð og glaða sólskini! Meðal annarra verkefna var bygging kirkjunnar úr eininga- og kaplakubbum eftir að nemendur höfðu farið á vettvang og myndað kirkjuna. Búin voru til kort af svæðinu og þorpunum, unnið með örnefni, Kötlufjall búið til úr hænsnaneti og pappa, gerðar sögur, Sveinn kálfur kom á gæðastund og sagði frá samfélaginu fyrr og nú, farið var á Hauganes þar sem fyrirtækið Ektafiskur var heimsótt og mátti sjá hákarl, Steinkotssteinninn var heimsóttur og svo var bakað og fólki boðið í heimsókn. Fjölbreytt vinna þar sem skólastigin blönduðust í ýmsum verkefnum. Fleiri myndir í myndasafni hér til hliðar.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is