Góðan dag. September var okkur góður og skólastarf hefur farið vel af stað í Árskógi á þessum 5. vetri skólans sem leik- og grunnskóli. Nemendur vinna að ýmsum verkefnum frá degi til dags úti og inni með hinn ýmsa efnivið. Bendum ykkur foreldrum og forráðamönnum á myndasafnið okkar hér á síðunni ( http://www.dalvikurbyggd.is/Arskogarskoli/Myndasafn/ ) en lykilorðið er í símanum ykkar. Hér eru nokkrar myndir frá starfinu í september, útieldun, kartöfluupptekt, skuggamyndagerð og ferð á Kötluhól. Munið að þið eruð alltaf velkomin í skólann og okkur finnst gaman að fá heimsóknir.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is