Það sem börnunum á Kötlukoti fannst mjög spennandi sem 1-7 bekkur fékk að gera eru smiðjur (heimilisfræði, saumar og smíðar). Kennarar á Kötlukoti útbjuggu heftir sem börnin fara eftir þegar þau eru í smiðjum. Í þessu hefti er komið inná hreinlæti, matvæli og geymslu þeirra, hollustu, þar er kennt að smíða og sauma og margt fleira. Það fer eftir árgöngum hvað börnin gera hverju sinni. Árgangur 2010-2008 hafa verið í heimilisfræði núna í haust og gengið frábærlega. Hér má sjá myndir af árgangi 2008 í frágangi, árgangi 2009 að vefa og árgangi 2009 og 2010 að baka.
Einnig má sjá árgang 2012 sem einnig er í heimilisfræði í vinnu með búðing.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is