Vikuna 24.-28. apríl 2017 var unnið sérstaklega með grunnþátt menntunar, sköpun, og haldið skólaþing 28. apríl þar sem nemendur kynntu fjölbreyttar afurðir vinnunnar. Foreldrar komu í heimsókn og fylgdust með börnunum sínum. Margar góðar hugmyndir litu dagsins ljós, sumar urðu að veruleika og aðrar lifa áfram til að verða að einhverju öðru. Nemendur á leikskólastigi gerðu skemmtilegt og skapandi myndband. Börnin bjuggu til sokkabrúður, við gerðum bakgrunn með myndvarpa, æfðum lagið litríkir sokkar og vettlingar með Pollapönk. Myndabandið er á facebooksíðu skólans https://www.facebook.com/arskogarskoli/
Hér er glærukynning Kötlukots þar sem má fræðast um sköpun á skemmtilegan hátt.
Nemendur smíðuðu, saumuðu, nýttu ýmsa kubba og fleira til sköpunar. Myndirnar segja sína sögu.
Nám á sér stað þegar einstaklingur vinnur með áreiti, tengir það fyrri þekkingu og skapar nýja. Þannig er menntun í rauninni sjálfssköpun, leið upplýsts einstaklings til að verða ,,meira í dag en í gær“. Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins. Sköpunargleði leiðir til námsáhuga þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og gildi þeirra. Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Sköpun er að sjá fyrir það óorðna og framkvæma það. Sköpun byggist á forvitni, áskorun, spennu og leit. Glíman við viðfangsefnið og það að finna lausn getur verið umbun sköpunarinnar í sjálfu sér. Sköpun brýtur hefðbundin mynstur, reglur og kerfi og veitir nýja sýn á fyrirbæri og viðteknar hugmyndir (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011).
Í Árskógarskóla birtist sköpun meðal annars á þennan hátt:
Verið velkomin í skólann, tökum vel á móti ykkur.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is