Skólastarfið hefst

Skólastarfið hefst

Skólastarf í Árskógarskóla fór af stað miðvikudaginn 14. ágúst er kát börn á leikskólaaldri mættu eftir sumarfrí. Þau fóru að sjálfsögðu strax út að leika á nýja leiksvæðinu, bara gaman þar!

Grunnskólastarf hefst með viðtölum umsjónarkennara við nemendur og foreldra föstudaginn 23. ágúst. Viðtalsboðun verður send í tölvupósti föstudaginn 16. ágúst og innkaupalistar einnig. Það verður gaman í vetur og munið að þið eruð alltaf velkomin í heimsókn!