Mánudaginn 20. ágúst hefst skólastarf í Árskógarskóla eftir breytingar og sameiningu grunnskóla og leikskóla í Árskógi. Börn á leikskólaaldri mæta 20. ágúst og börn á grunnskólaaldri mæta föstudaginn 24. ágúst í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum við umsjónarkennara og mæta svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 27. ágúst.
Starfsfólk hefur síðustu daga undirbúið komu barnanna og nú er allt klárt. Eins og nýbyggingu sæmir verða iðnaðarmenn hér næstu daga til þess að hjálpa okkur við eitt og annað sem þarf að setja upp og tengja en samvinna starfsfólks og iðnaðarmanna hefur reynst afar góð og jákvæð. Við getum varla beðið að fá börn í húsið og glæða það enn frekar lífi.
Formleg skólasetning og opnunarhátíð verður föstudaginn 7. september og verður auglýst nánar síðar.
Sjáumst í Árskógi með von um frábært samstarf við börn, foreldra og alla hina sem að skólanum koma.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is