Skólalífið, áætlanir, reglur og viðmið

Skólalífið, áætlanir, reglur og viðmið

Skólalífið gengur vel í Árskógi. Hér leggjum við mikið uppúr því að börn og starfsfólk sýni hvert öðru virðingu og tillitssemi og hver og einn fái tækifæri til að njóta kosta sinna og vinna með það sem betur má fara. Við viljum vera samfélag sem fagnar fjölbreytileika, sem gleðst yfir velgengni og stendur saman þegar erfiðleikar steðja að. Við leggjum líka mikla áherslu á öryggi, skýr mörk og viðmið svo við getum átt góðan tíma í þessum góða skóla. Hér til vinstri á síðunni er að finna "Áætlanir, reglur og viðmið " þar sem smám saman er koma mynd á hinar ýmsu áætlanir, reglur ofl. Endilega kynnið ykkur það sem þar er að finna og komið með ábendingar.

Lífið er yndislegt! Við gerum okkar besta.