Skólaferðalag 5.-7. bekkjar

Skólaferðalag 5.-7. bekkjar

Dagana 21.-22. maí fór 5.-7. bekkur ásamt þremur kennurum í skólaferðalag/námsferð. Lagt var af stað snemma að morgni, Þorgeirskirkja skoðuð, Goðafoss, Bílasafnið á Ystafelli, vaðið í heitri gullfiskatjörn, bryggjurölt á Húsavík, Hvalasafnið skoðað og snætt á Sölku, fengum frábæra leiðsögn á Grenjaðarstað í Aðaldal; hinu forna höfuðbóli og kirkjustað, fórum í sund og gistum á Laugum. Á miðvikudeginum skoðuðum við Fuglasafn Sigurgeirs sem er magnað, röltum í afar köldu veðri um Dimmuborgir og snæddum á nýja staðnum, fórum í Vogafjós og í Jarðböðin og heim seinnipartinn. Mjög vel heppnað ferðalag og að sjálfsögðu voru teknar myndir sem má sjá í myndasafni.