Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum 8. apríl skóladagatal Árskógarskóla fyrir 4. starfsár skólans 2015-2016. Sem fyrr er allur skólinn (leik- og grunnskólastig) lokaður í vetrarfríum og milli jóla- og nýárs. Við höfum þjappað saman einni hádegislokun og tveimur starfsdögum í kringum uppstigningardag en dagana 3.-8. maí 2016 ætlar starfsfólk að bregða sér af bæ í kynnisferð um skólahald í öðrum skólum, jafnvel erlendis. Dagatalið er samræmt við aðra skóla sveitarfélagsins hvað varðar upphaf og endi skólastarfs að hausti og sumri, starfsdaga, vetrarfrí og foreldraviðtöl grunnskólastigs. Ef spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband við skólastjóra.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is