Skóladagatal 2012-2013

Skóladagatal fyrir næsta skólaár 2012-2013 var samþykkt í fræðsluráði 8. júni og er hægt að nálgast hér. Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við skólastjóra. 

Eftirfarandi var bókað á fundi fræðsluráðs: Fræðsluráð samþykkir skóladagatalið eins og það liggur fyrir en það felur í sér að engin kennsla fer fram í skólanum á milli jóla og nýárs og í vetrarfríi. Þessi samþykkt er til reynslu næsta skólaár og verður endurmetin út frá því hvernig þetta mælist fyrir og hvaða árangri þetta skilar skólanum. Fræðsluráð samþykkir jafnframt að veittur verði 3% afsláttur af leikskólagjöldum vegna færri opnunardaga.