Skólabíll frá Dalvík 2013-2014

Skólabíll frá Dalvík 2013-2014

Ein af tillögum starfshóps um framtíð skólamála í Árskógi var þessi: Boðið verði upp á skólaakstur grunnskólabarna frá Dalvík en það ætti ekki að vera flókið eða kostnaðarsamt í framkvæmd þar sem þegar eru rútuferðir á milli. Nú hefur fræðsluráð samþykkt að grunnskólanemendur á Dalvík geti tekið skólabílinn þaðan og í Árskógarskóla og til baka að loknum skóladegi frá byrjun skólaársins 2013-2014. Nánari útfærsla fer fram á vordögum. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við skólastjóra svo hægt sé að meta þörfina. Gunnþór 460-4971, gunnthore@dalvikurbyggd.is