Þriðjudaginn 10. mars er áætlað að hafa skíðadag hjá 1.-7. bekk Árskógarskóla, ef veður leyfir. Við ætlum í Böggvisstaðafjall á Dalvík.
Nemendur mæta í skólann eins og aðra daga en án skólatösku.
Brottför frá skóla er eftir graut kl. 08:15.
Nemendur eiga að koma vel klæddir, með hjálm og skíðabúnað (skíði, bretti, skó, stafi) ef slíkt er til (munið að merkja allt vel).
Þeir nemendur sem ekki eiga skíðabúnað fá hann í skíðaleigunni án endurgjalds og búið er að gera könnun í skólanum hvað þetta varðar. Vinsamlegast reynið samt að fá lánaðan hjálm sem passar þar sem ekki er víst að allir fái rétta stærð í leigunni.
Nemendum er frjálst að koma með auka nesti en við tökum með ávexti fyrir þá sem eru í áskrift en auk þess býður skólinn öllum uppá heitt kakó og kanilsnúð.
Hádegismatur er kl. 11:30-12:00 og í matinn eru pylsur. Þeir nemendur sem ekki eru í áskrift taka með sinn mat.
Munið eftir aukafötum (sokkum, vettlingum, peysu......) í bakpokann.
Skóla lýkur á sama tíma og venjulega eða 13:30
Munum að virða þær reglur sem gilda á skíðasvæðinu og skólareglurnar.
ATH ! Ef einhverjar athugasemdir eru endilega hafa samband við okkur í skólanum.
Sjá einnig hér sem pdf
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is