Það hefur verið mikið fjör á Kötlukoti undanfarið. Við höfum öll verið að læra á nýja skólann okkar. Skólinn okkar er mjög spennandi fullt af nýjum hlutum og nýjum verkefnum.
Í síðustu viku lögðum við nokkra áherslu á náttúruna og unnum við m.a. grænfánaverkefni sem við hófum á Leikbæ síðastliðið haust, en þá grófum við niður í jörðina allskyns rusl og hengdum einnig upp samskonar rusl á grein sem hékk á girðingu Leikbæjar. Við grófum upp ruslið og skoðuðm það gaumgæfilega, oft var nú erfitt að greina hvað við vorum að finna.
Kötlukot sá um gæðastund skólans í þessari viku og nýttum við okkur grænfánaverkefnið. Börnin hófu stundina á því að syngja fyrir eldri börnin og starfsmenn og stóðu þau sig frábærlega. Sett var upp stutt myndasýning af ruslaverkefninu og sögðu Hugrún Jana og Bergdís Birta frá því sem sjá mátti á myndunum. Að lokum fengu allir að skoða afraksturinn þar sem ruslið var sett í bakka og mátti sjá í hverjum bakka annarsvegar rusl sem var búið að vera ofan í jörðu í eitt ár og hinsvegar alveg nýtt rusl.
Tvö ný börn byrjuðu á deildinni í siðustu viku en það eru systkinin Mikael Máni og Amelía Freyja. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin til okkar.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is