Samkeppni um merki skólans

Samkeppni um merki skólans

Skóla- og foreldraráð fundaði í lok september og þar var ákveðið að efna til samkeppni um merki skólans. Nemendur, starfsfólk, foreldrar og aðrir velunnarar skólans mega taka þátt í samkeppninni. Mikilvægt er að merkið höfði m.a. til hornsteina skólans (námsÁhugi, þRautseigja, Samvinna, leiKur, útiskÓli, Gleði, Umhyggja, viRðing) til umhverfisins eða staðhátta eða á einn eða annan hátt sé táknrænt fyrir Árskógarskóla. Skólaog foreldraráð situr í dómnefnd og áskilur sér rétt til að velja eða hafna öllum tillögum eða útfæra ákveðnar tillögur nánar. Tillögum skal skila fyrir 1. nóvember 2013 og skila til skólastjóra.