Skóla- og foreldraráð fundaði í lok september og þar var ákveðið að efna til samkeppni um merki skólans. Nemendur, starfsfólk, foreldrar og aðrir velunnarar skólans mega taka þátt í samkeppninni. Mikilvægt er að merkið höfði m.a. til hornsteina skólans (námsÁhugi, þRautseigja, Samvinna, leiKur, útiskÓli, Gleði, Umhyggja, viRðing) til umhverfisins eða staðhátta eða á einn eða annan hátt sé táknrænt fyrir Árskógarskóla. Skóla– og foreldraráð situr í dómnefnd og áskilur sér rétt til að velja eða hafna öllum tillögum eða útfæra ákveðnar tillögur nánar. Tillögum skal skila fyrir 1. nóvember 2013 og skila til skólastjóra.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is