Samkennsla skólastiga

Samkennsla skólastiga

Í vetur er markviss samkennsla skólastiganna tveggja, leik– og grunnskólastigs, sett í stundaskrá tvisvar í viku. Á þriðjudögum og fimmtudögum kenna okkar frábæru leik– og grunnskólakennarar saman blöndu af elstu árgöngum leikskólastigs og tveim yngstu bekkjum grunnskólastigs 80 mínútur í senn. Í þessum tímum er lögð áhersla á skapandi nám gegnum leik, útikennslu og upplýsinga- og tæknimennt. Þetta er frumraun okkar á þessu sviði sem fastur liður (stigin eru sífellt í samstarfi) en miðað við fyrstu skrefin verður þetta einungis gott og jákvætt skref í okkar skólaþróun enda afburða gott starfsfólk og frábærir nemendur og ekki skemmir námsumhverfið:) Hér eru nokkrar myndir frá ferð þessa hóps í Brúarhvammsreitinn sem er paradís á Ströndinni!