Í Árskógarskóla eru í vetur 41 nemandi á leik- og grunnskólastigi. Börnin koma af Hauganesi, Árskógssandi, Kálfsskinni, Hátúni, Syðri-Haga, Stærri-Árskógi og frá Dalvík. Flottur hópur af góðum börnum. Til gamans má þess geta að tæp 25% eða 10/41 þessara nemenda eiga sömu ömmu/langömmu og afa/langafa en það eru þau góðu hjón og velunnarar skólans Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Sigurður Konráðsson á Árskógssandi. Þau eiga sem sagt 10 barnabörn og barnabarnabörn í Árskógarskóla. Ljósmyndari frá DB blaðinu kom í heimsókn í skólann og þau hjónin líka og hittu öll börnin. Við smelltum af þeim mynd af þessu tilefni. Gaman að þessu, jákvætt og fróðlegt.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is