Pödduskoðun

Pödduskoðun

Á Kötlukoti förum við alltaf einu sinni í viku að lágmarki í útikennslu. Þá erum við að skoða nánasta umhverfi, vinna allskonar verkefni og margt fleira. Við höfum til dæmis farið í langstökk þar sem hvert barn stökk tvisvar og síðan voru stökkin borin saman. Við höfum farið í regluleiki, leikið okkur frjálst og margt fleira. Við höfum einnig farið í pödduskoðun en við eignuðumst á dögunum kennsluefni sem nýtist frábærlega ef börnin finna skordýr. Þá geta þau skoðað kennsluefnið og borið saman hvað eru margir fætur, hvernig er búkurinn, eru vængir og margt fleira. Þegar þau eru komin að niðurstöðu finnum við það í kennsluefninu og þá vitum við heitið. Við eigum til um lífverur í vatni, fjöru og á landi. Við tókum kennsluefnið á landi með okkur og var farið í það að veiða lífverur til að skoða undir stækkunargleri. Hér má sjá myndir úr ferðinni.