Öskudagur

13. febrúar var öskudagurinn haldinn hátíðlegur hjá okkur í Árskógarskóla. Börnunum var boðið upp á andlitsmálningu og kötturinn sleginn úr tunnunni. Í tunnunni leyndist köttur sem var með fjársjóðskort handa börnunum. Börnin fylgdu kortinu og þurftu að læra að lesa kortið, leysa þrautir og fara í gegnum ævintýragang. Að endanum fundu þau falinn fjársjóð inn í 1-4 bekkjarstofunni sem voru saltstangir og djús. Góður og skemmtilegur dagur. Hér koma myndir