Góðan dag, í upphafi skólaárs er nauðsynlegt að fara yfir ýmsar reglur með börnunum ykkar, svo sem leiðina sem þau fara til að taka skólabílinn og þær hættur sem leynast þar, fara í gegnum mikilvægi þess að spenna alltaf beltið í skólabílnum og halda sig í mátulegri fjarlægð þegar skólabíllinn kemur, þeir foreldrar sem koma keyrandi í skólann með börn á leik- og grunnskólaaldri þurfa að muna að drepa á bílnum á meðan farið er inn með börnin, keyra varlega kringum skólann og auðvitað bara að keyra alltaf varlega! Fara yfir stillingar á skólatöskum, mikilvægi þess að fá nægan svefn og hafa með sér hollt og gott nesti. Sem sagt, hér er bréf til foreldra sem gott er að fara yfir. Öryggi barnanna okkar er í fyrsta sæti!
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is