Gott fólk, takk kærlega fyrir komuna, fjölmargir komu í skólann í dag 27. nóvember og tóku þátt í starfinu, bökuðu og höfðu gaman, foreldrar, systkini, ömmur og afar, vinir og kunningjar. Myndir frá deginum komnar í myndasafn.
Miðvikudaginn 27. nóvember ætlum við í Árskógarskóla að baka piparkökur sem við bjóðum uppá í jólaföndrinu (2. desember), hlusta á jólalög, grípa jafnvel í spil og taka á móti gestum milli 8-11:30. Það verður sem sagt opið hús og því bjóðum við foreldrum, ömmu/afa, frænku/frænda eða hverjum þeim sem barni í skólanum þykir vænt um, að koma í heimsókn og taka þátt í bakstri, skoða verk barnanna og njóta samveru. Sjáumst í skólanum okkar.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is