Góðan dag.
Vonandi hafið þið haft það gott í sumar og allir að verða tilbúnir í nýtt skólaár! Skólaárið 2016-2017 verður það fimmta (5) frá stofnun nýs skóla leik- og grunnskólastigs. Í vetur starfar skólinn á leikskólastigi og til og með 4. bekk grunnskólastigs. Við tökum glöð á móti fleiri nemendum og hvetjum foreldra á svæðinu og víðar að kynna sér Árskógarskóla sem góðan valkost.
Kötlukot leikskólastig skólans byrjar skólastarf miðvikudaginn 10. ágúst samkvæmt vistunartíma hvers barns og grunnskólastig hefst miðvikudaginn 24. ágúst kl. 08°° samkvæmt stundaskrá. Akstursáætlun skólabíls er komin á heimasíðu skólans og er að finna hér.
Allar nánari upplýsingar er að finna í fréttabréfi hér að neðan eða hjá skólastjóra á netfanginu gunnthore@dalvikurbyggd.is eða í síma 460-4971, 699-1303.
Hlökkum til að vinna með ykkur í vetur.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is