Gott fólk, vonandi hafa allir haft það gott í sumar eins og kostur er. Framundan er nýtt skólaár veturinn 2017-2018 það sjötta (6) frá stofnun skólans. Kötlukot opnar miðvikudaginn 16. ágúst, nemendur grunnskólastigs mæta samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst. Allar helstu upplýsingar eru settar á heimasíðuna og eru foreldrar hvattir til að kynna sér hana vel. Akstursáætlun og stundaskrár er til dæmis að finna á heimasíðunni, uppfærð skólanámskrá, skóladagatal og sitthvað fleira sem vert er að skoða. Nýr aðili, Blágrýti ehf, hefur tekið við matseld og munu upplýsingar um skráningu í mat, kostnað, matseðil (kominn inn hér) og fleira birtast á heimasíðunni innan skamms. Sem sagt, við starfsfólkið erum komin úr fríi tilbúin að taka á móti börnunum ykkar og veita þeim sem best tækifæri til að þroskast, dafna og ná markmiðum hvert á sinn hátt. Verið velkomin sem fyrr í skólann með börnunum og hikið aldrei við að hafa samband við okkur um málefni nemenda. Sjáumst endurnærð eftir sumarfrí.
Skráningarform í hádegismat, ávaxta- og mjólkuráskrift er hér á heimasíðu.
Skólastjóri
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is