Nemendur Árskógarskóla hafa í vetur unnið markvisst með verkefni sem tengjast umhverfisvernd og sjálfbærni í vetur. Hér kemur pistill frá nemendum Árskógarskóla sem elsta stigið tók saman fyrir DB blaðið á Dalvík.
Við krakkarnir í 4.-6. bekk í Árskógarskóla höfum verið að fræðast um loftlagsbreytingar í vetur. Í fræðslunni lærðum við líka um Gretu Thunberg. Fyrir um ári síðan fór Greta í skólaverkfall til að ýta á sænsk stjórnvöld til þess að uppfylla markmið parísarsamkomulagsins svokallaða um niðurskurð í losun gróðurhúsalofttegunda. Greta tekur loftlagsbreytingarnar mjög alvarlega og hefur mótmælt nú á hverjum föstudegi (#fridaysforfuture). Út frá mótmælum hennar hafa nemendur um allan heim lagt niður störf á föstudögum til að styðja hana og málefnið. Vegna þess að við höfðum verið að læra um Gretu og áhrif hennar þá langaði okkur líka að taka þátt í mótmælum gegn loftlagsbreytingum. Föstudaginn 3. maí ákváðum við að mótmæla gegn loftlagsbreytingum við afleggjarann að Hauganesi og Árskógarskóla. Mótmælin stóðu frá kl. 12 – 13.20. Þann 24. maí næst komandi verða önnur mótmælin okkar í Árskógarskóla (einnig út um allan heim) gegn loftlagsbreytingum. Við hvetjum alla til þess að vera með!
Nemendur Árskógarskóla létu verða af mótmælunum í gær og yngra stigið bættist við mótmælendahópinn.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is