Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær. Lokakeppninni er skipt upp í minni einingar og tóku Dalvíkurskóli, Grunnskóli Fjallabyggðar, Þelamerkurskóli og Hrafnagilsskóli þátt að þessu sinni auk Árskógarskóla. 12 nemendur frá þessum skólum lásu sögubrot eftir Birki Blæ Ingólfsson og ljóð eftir Jón úr Vör auk ljóðs að eigin vali. Fulltrúar Árskógarskóla í keppninni voru Bríet Una Guðmundsdóttir og Magnea Ósk Bjarnadóttir og stóðu þær sig báðar mjög vel. Að þessu sinni var það hún Magnea Ósk sem stóð uppi sem sigurvegari. Við óskum henni og kennurum/þjálfurum hennar til hamingju með árangurinn.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is