Lummusteiking úti

Lummusteiking úti

Árskógarskóli hefur komið sér upp góðum útbúnaði til útieldunar t.d. stórum potti sem hægt er að gera súpu handa öllum í skólanum, stóran ketil, litla pönnu og stóru pönnuna sem sést á myndunum. Við erum búin að útbúa eldstæði sunnan félagsheimilis en það ætlum við að útbúa enn betur og þannig að allir sem heimsækja Árskóg geta nýtt sér það. Við ætlum einnig að koma okkur upp eldstæði austan skólans og jafnvel sveipa það indjánatjaldi. Sem sagt, við ætlum að vera svakalega dugleg að elda úti og heyrst hefur að fljótlega verði egg og beikon á stóru pönnunni.... Helga kennari og nemendur í 3.-5. bekk heimilisfræði prófuðu stóru pönnuna og steiktu lummur sem voru þetta líka afar góðar enda bragðast allur matur betur úti segir máltækið. Fleiri myndir í myndasafni.

Kátir krakkar að steikja lummur.